Andri á skilið að fá þetta tækifæri alveg eins og einhver annar
Egill Bjarni Friðjónsson)

Andri Snær Stefánsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Í síðasta þætti Handkastsins var farið yfir þjálfarabreytingarnar hjá KA í sumar. KA tók þá ákvörðun að segja upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson en var lengi að finna arftaka hans.

Það var síðan um mitt sumar sem KA réði heimamanninnn, Andra Snær Stefánsson sem var aðstoðarmaður Halldórs á síðustu leiktíð.

,,KA reyndi við alla, þetta var sennilega einn verst ígrundaðasti brottrekstur sögunnar. Ég hef reyndar heyrt að hann hafi ekkert haft hug á því að vera áfram en KA hlupu kannski aðeins á sig og hélt hugsanlega að þeir væru búnir að krækja í Patta (Patrek Jóhannesson)," sagði Styrmir Sigurðsson í Handkastinu.

,,Svo virðist það vera þannig miðað við hvernig ég sé þetta að Andri rennur svolítið blóð til skyldunnar að verða að taka þetta af sér og redda þessu því að KA voru kominir í öngstræti."

Davíð Már Kristinsson var gestur þáttarins en hann er uppalinn á Akureyri og þekkir Andra Snæ vel.

,,Andri er ótrulegur KA-maður og kemur úr gríðarlegri KA-fjölskyldu. Hann er gríðarlega vinsæll hjá KA-mönnum. Ég heyrði því fleygt í sumar að Patrekur (Stefánsson) og Daði (Jónsson) og fleiri voru mögulega að spá í að hætta. Síðan ræður KA Andra sem þjálfara og þá nær hann með sinni einstakri jákvæðni og gleði að sameina alla aftur," sagði Andri Snær.

,,Ég held að það verði svolítið hlutverkið. Andri á líka skilið að fá þetta tækifæri alveg eins og einhver annar. Hann vann allt með kvennaliðinu og er orðinn Master coach þjálfari. Afhverju ekki að prófa að gefa honum sénsinn?"

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top