Lék í Indlandi fyrir ári síðan en gæti leikið í Olís í ár
Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Þór (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Handkastið greindi frá því í síðustu viku að Þórsarar væru í samningaviðræður við erlendan útileikmann. Í kjölfarið fór Handkastið í mikla rannsóknarvinnu til að komast að því hver leikmaðurinn væri sem Þórsarar væru að reyna fá.

Svo virðist sem rannsóknarvinna Handkastsins hafi skilað árangri því samkvæmt heimildum Handkastsins eru Þórsarar að bíða eftir að Igor Chiseliov mæti til landsins og bruni norður á Akureyri til æfinga með Þór.

Igor Chiseliov er 33 ára leikmaður frá Moldavíu. Moldavía er sögulegt hérað í Suðaustur-Evrópu sem nær frá Karpatafjöllum (landamærum Transylvaníu) að ánni Djnestr við landamæri Moldóvu og Úkraínu. Helmingur héraðsins er nú hluti Rúmeníu og helmingur sjálfstæða ríkið Moldóva. Lítill hluti þess í norðvestri er hluti af Úkraínu.

Igor Chiseliov hefur víða komið við á sínum ferli en þess fyrir utan að hafa spilað í heimalandi sínu hefur hann einnig spilað meðal annars í Tyrklandi, Slóvakíu og Finnlandi. Á síðustu leiktíð lék hann með Norður-Makedóníska liðinu Radovis en lék endaði í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með sex stig. Þar áður lék hann í indversku úrvalsdeildinni.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að heimsborgarinn, Igor Chiseliov endi á að fá samning hjá Þór og spila í Olís-deildinni á komandi tímabili.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top