Hver bætir upp þau 250 mörk sem hurfu úr Mosó?
Raggi Óla)

Harri Halldórsson (Raggi Óla)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 13 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Aftureldingar.

Afturelding gerði vel í deildinni og fyrra og enduðu í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppsætinu. Vonbrigðin voru þau að tapa gegn Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í oddaleik. Liðið missti töluvert af mannskap síðasta sumar en þjálfarateymið gerði vel úr því sem það hafði úr að moða. Yngri leikmenn fengu stærra hlutverk og reynslu meiri menn þurftu að taka enn meira til sín.

Þjálfarinn:
Stefán Árnason tók við liðinu í sumar eftir að hafa verið aðstoðarmaður Gunnars Magnússonar síðustu þrjár leiktíðir. Hann fær stórt verkefnið í fangið þar sem liðið hefur missti marga lykilmenn síðustu ár.

Breytingar:
Tveir af máttarstólpum liðsins, þeir Birgir Steinn Jónsson og Blær Hinriksson hafa yfirgefið hreiðrið og þá hefur markvörðurinn Brynjar Vignir söðlað um. Minni spámenn fá nú tækifærið og hefur Afturelding sótt leikmenn sem eiga eftir að sanna sig í deildinni. Það verður ærið verkefni fyrir Stefán Árnason að finna lausnir á þeim vandamálum sem Birgir Steinn og Blær skilja eftir sig.

Lykilmenn:
Einar Baldvin Baldvinsson, Ihor Kopysinski , Árni Bragi Eyjólfsson

Fylgist með:
Oscar Lykke ungur danskur leikmaður sem gekk til liðs við félagið í sumar. Er fenginn til að hjálpa liðinu að fylla þau skörð sem Birgir Steinn Jónsson og Blær Hinriksson skilja eftir sig. Í Mosfellsbænum er talað um að hann fái tíma til að aðlagast verkefninu en í Handkastinu vita menn að það er enginn tími til þess að aðlagast. Hvert stig og hver leikur skiptir Mosfellingamáli í vetur. Oscar Lykke þarf að læra og það hratt í upphafi tímabils.

Framtíðin:
Harri Halldórsson einn efnilegasti leikmaður deildarinnar og að mörgum talinn vera einn skemmtilegasti leikmaður deildarinnar á vellinum. Fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum. Hefur verið í 2006 landsliði Íslands síðustu ár en dró sig úr hópnum í sumar af persónulegum ástæðum.

Við hverju má búast:
Það má búast við sveiflukenndu tímabili í Mosfellsbænum. Liðið hefur misst  250 mörk úr liðinu frá síðasta tímabili og hafa sótt leikmenn sem eru stór spurningarmerki. Handkastið veltir fyrir sér hvort Færeyingurinn, Sveinur Olafsson verði áfram í frystikistunni í Mosfellsbænum eða hvort nýr þjálfari liðsins, hleypi Færeyingnum útúr frystikistunni og hann fái tækifæri í vetur.

Sjá einnig:
Umfjöllun um kvennalið Vals
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top