Vigdís Arna Hjartardóttir wStjarnanStjarnan (Sævar Jónsson)
Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum. Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni. Í dag er 14 dagar þangað til Olís-deild kvenna hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Stjörnunnar. Það var þungt yfir Stjörnuliðinu á síðustu leiktíð sem rétt slapp við fall úr deildinni. Fór í umspil og vann þar að lokum Aftureldingu. Liðið var fáliðað og meiðslavandræði lykilmanna hjálpuðu ekki til. Þjálfarinn: Breytingar: Fylgist með: Sjá einnig: Umfjöllun um kvennalið Fram
Patrekur Jóhannesson er á leið inn í sitt annað tímabil með kvennalið Stjörnunnar eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins þar áður.
Töluverðar breytingar eru á liði Stjörnunnar frá síðustu leiktíð. Patrekur hefur náð að fá til sín leikmenn sem eiga eftir að sanna sig í Olís-deildinni en á sama tíma hafa leikmenn horfið á braut þar á meðal Embla Steindórsdóttir sem var atkvæðamikil í liði Stjörnunnar í fyrra auk Önnu Karenar í vinstra horninu.
Lykilmenn:
Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir, Eva Björk Davíðsdóttir, Natasja Hammer
Natasja Hammer er komin aftur eftir að hafa leikið með Haukum fyrir tveimur árum. Lék í Færeyjuím síðustu tvö tímabil. Skoraði rúmlega þrjú mörk að meðaltali í leik fyrir Hauka og það mun mæða enn meira á henni hjá Stjörnunni í vetur en hún á sennilega að fylla það skarð sem Embla Steindórsdóttir skilur eftir sig.
Framtíðin
Vigdís Arna Hjartardóttir þrátt fyrir ungan aldur er Vigdís að fara spila sitt fjórða tímabil í meistaraflokki. Örvhentur hornamaður sem lék með U17 ára landsliði Íslands í sumar. Hefur verið í stóru hlutverki með liði Stjörnunnar síðustu ár og ekkert sem bendir til þess að hlutverkið verði minna í ár.
Við hverju má búast:
Patrekur Jóhannesson er að fara inn í sitt annað ár með liðið og reynslunni ríkari frá því á síðasta tímabili. Töluverðar breytingar hafa orðið á liðinu sem var fámennt í fyrra. Liðið rétt slapp við fall á síðustu leiktíð og gefa breytingarnar í sumar ekki til kynna að liðið geti kvatt fallbaráttuna svo auðveldlega. Liðið getur þó hæglega stefnt á að komast í úrslitakeppnina.
Umfjöllun um karlalið Aftureldingar
Umfjöllun um kvennalið Vals
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.