Bjarni í Selvindi ((Baldur Þorgilsson)
Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum. Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni. Í dag er 10 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Vals. Kaflaskipt tímabil hjá Val á síðasta tímabili þar sem liðið var lengi í gang. Á tímabili var Valur síðan það lið sem flestir spáðu Íslandsmeistaratitlinum en liðið sprakk á limminu í úrslitaeinvíginu gegn Fram. Valsmenn sætta sig aldrei við titlalaus tímabil. Valsmenn mæta því sennilega hungraðir en aldrei fyrr í tímabilið. Þjálfarinn: Breytingar: Fylgist með: Við hverju má búast: Sjá einnig: Umfjöllun um kvennalið Stjörnunnar
Ágúst Jóhannsson tekur við liðinu af Óskari Bjarna og Róbert Gunnarsson fyrrum þjálfari Gróttu verður Ágústi til aðstoðar. Ágúst hefur gert þetta allt saman en fær nú loks tækifæri í karlaboltanum eftir mörg ár í þjálfun kvennamegin.
Litlar leikmannabreytingar hafa orðið á liði Vals frá síðasta tímabili, þó einhverjar. Liðið hefur ekki náð að fylla skarð Ísak Gústafssonar og þá fór Úlfar Páll Monsi seint í sumar. Þær stöður verður vandasamt fyrir Ágúst Jóhannsson að fylla. Yngri og þræl efnilegir leikmenn fá stærra hlutverk.
Lykilmenn:
Björgvin Páll Gústavsson, Þorgils Jón Svölu Baldursson, Bjarni í Selvindi
Dagur Árni Heimisson var seldur frá KA á metfé í sumar. Verst geymda leyndarmál handboltans í langan tíma þegar hann var loks kynntur hjá Val. Var orðaður við félög í Danmörku en valdi að halda áfram í Olís-deildinni og spila fyrir Val. Mikil pressa fylgir því að vera keyptur á slíka fjárhæð og það verður áhugavert að fylgjst með Degi spila með liði sem ætlar sér stóra hluti.
Framtíðin:
Gunnar Róbertsson er einn efnilegasti leikmaður landsins. Fékk fleiri og fleiri tækifæri á síðustu leiktíð og endaði tímabilið á að byrja inn á í úrslitaeinvíginu gegn Fram. Algjör lykilmaður í gríðarsterku 2008 landsliði Íslands sem vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar í sumar. Þau verða ekki mörg árin sem Gunnar leikur í Olís-deildinni.
Valur vill alltaf vera að berjast á toppnum og vinna titla. Þeir fóru í gegnum síðasta tímabil án þess að sækja dollu. Þjálfarabreytingar hafa orðið á liðinu og stjórn félagsins setur stefnuna hátt með kaupunum á Degi Árna Heimissyni. Valur verður í toppbaráttunni enda með eitt reynslu mesta lið landsins í bland við bráðefnilega leikmenn. Ágúst Jóhannsson hefur engar afsaknir komandi inn í þetta tímabil með þennan hóp.
Umfjöllun um kvennalið Fram
Umfjöllun um karlalið Aftureldingar
Umfjöllun um kvennalið Vals
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.