Frændurnir kveðja handboltann en eru farnir að spila aðrar íþróttir saman
Eyjólfur Garðarsson)

Guðmundur Hólmar Helgason (Eyjólfur Garðarsson)

Frændurnir, Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason lögðu báðir skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en báðir léku þeir með Haukum síðustu tímabil sín á ferlinum.

Hafa þeir fylgst að nánast allan sinn handboltaferilinn. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta. Þetta sögðu þeir meðal annars í viðtali við Vísi í síðustu viku.

Á öllum ferlinum léku þeir saman að undanskildum fimm tímabilum. Léku þeir til að mynda saman á Akureyri, í Reykjavík, í Hafnarfirði, í Frakklandi og í yngri landsliðum Íslands.

,,Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði," sögðu þeir í viðtalinu við Vísi.

Guðmundur Hólmar er uppalinn í KA en Geir sem er ári yngri er uppalinn í Þór. Þeir sameinuðust fyrst í meistaraflokksliði Akureyrar.

Hægt er að sjá viðtalið við þá frændur á Vísi hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top