Sigurður Snær Sigurjónsson (Haukar topphandbolti)
Vinstri hornamaður Olís-deildar liðs Hauka, Sigurður Snær Sigurjónsson hefur framlengt samning sinn við félagið. Gerir Sigurður þriggja ára samning við Hauka en hann gekk í raðir Hauka í janúar árið 2023. Sigurður Snær sem er uppalinn Haukamaður fluttist á Selfoss ungur að árum en snéri aftur í Hauka í janúar 2023 og hefur verið hluti af meistarflokki karla síðan. Á síðastliðnu tímabili var hann annar af vinsti hornamönnum liðsins ásamt Össuri Haraldssyni og skoraði hann 46 mörk í 24 leikjum í deild og úrslitakeppni. Sigurður Snær var hluti af U21 árs landsliði Íslands sem tók þátt á Heimsmeistaramótinu í Póllandi í sumar þar sem hann gerði 19 mörk í 7 leikjum. ,,Það er því mikið ánægjuefni að Sigurður Snær framlengi samning sinn við Hauka og er það liður í að halda áfram að berjast um alla þá titla sem í boði eru," segir í tilkynningunni frá Haukum. Haukar hefja leik í Olís-deildinni þegar liðið mætir Aftureldingu á Ásvöllum fimmtudaginn 4.september.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.