Freyr Aronsson (Haukar topphandbolti)
Handknattleiksdeild Hauka og Freyr Aronsson hafa skrifað undir nýjan samning til 3ja ára. Þetta tilkynnir Haukar á samfélagsmiðlum sínum. Freyr sem leikur sem leikstjórnandi varð 17 ára nú í sumar hefur þegar fengið eldskírn sína með meistaraflokki en á síðasta tímabili lék hann 16 leiki og skoraði í þeim 19 mörk í Olís-deildinni en áður hafði hann leikið með Haukum B í Grill66-deildinni þrátt fyrir ungan aldur. Freyr er einn af efnilegustu leikmönnum landsins og var hann í sumar í sigurliði U17 ára landsliðs Íslands á Ólympíuhátið Evrópuæskunnar þar sem hann skoraði 17 mörk í fimm leikjum og er algjör lykilmaður í 2008 landsliði Íslands. Freyr á ekki langt að sækja handboltahæfileikana því báðir foreldrar hans, Aron Kristjánsson og Hulda Bjarnadóttir, hafa bæði leikið fyrir meistaraflokka Hauka. ,,Það verður gaman að fylgjast áfam með Frey á parketinu á Ásvöllum og sjá hann halda áfram að þroskast og bæta sig sem handboltaleikmaður á komandi tímabili," segir í tilkynningunni frá Haukum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.