Sveinn Andri leikur ekki með Stjörnunni á næstunni
Sævar Jónsson)

Sveinn Andri í leik með Stjörnunni. (Sævar Jónsson)

Leikstjórnandi Stjörnunnar, Sveinn Andri Sveinsson missir af upphafi tímabilsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik Stjörnunnar gegn FH í lok júlí. Þetta staðfesti Sveinn í samtali við Handkastið.

Sveinn Andri var ekki með Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ gegn Fram síðastliðinn fimmtudag og verður frá næstu vikurnar.

,,Ég í raun stíg ofan á leikmann FH í miðri fintu og sný mig frekar illa," sagði Sveinn Andri.

Sveinn fór í myndatöku í kjölfarið. ,,Það kemur síðan í ljós að um smávægilegt brot sé að ræða í rist. Þetta hefur þróast vel síðustu tvær vikur og stefni ég á að vera mættur aftur á parketið eftir 4-6 vikur," sagði Sveinn Andri í samtali við Handkastið.

Hann gekk í raðir Stjörnunnar frá Selfossi fyrir síðustu leiktíð en gat lítið til sín taka í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut í upphafi tímabilsins.

Stjarnan leggur af stað til Rúmeníu seint í kvöld en framundan er leikur gegn Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram ytra á laugardaginn en seinni leikurinn fer fram 6.september í Garðabænum klukkan 13:00.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top