Harri Halldórsson (Raggi Óla)
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri lék sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar síðasta sunnudag þegar liðið tapaði gegn heimamönnum í leik um 5.sætið. Ísland endaði því mótið í 6.sæti. Frábær árangur hjá liðinu sem voru hársbreidd frá því að komast í undanúrslit á mótinu en slæmur seinni hálfleikur gegn Danmörku reyndist liðinu dýr þegar upp var staðið en Ísland var fimm mörkum yfir í hálfleik í 8-liða úrslitunum gegn Dönum. 16 leikmenn voru í leikmannahópi íslenska liðsins á mótinu og Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev gerðu sjö breytingar á hópnum frá EM U18 í fyrra þegar Heimir og Patrekur Jóhannesson þjálfuðu liðið. Þar náði lið einnig frábærum árangri og endaði í 4.sæti á EM. Þeir sjö leikmenn sem komu inn í hópinn frá síðasta sumri voru: Sigurjón Bragi Atlason, Hrafn Þorbjarnarson, Elís Þór Aðalsteinsson, Bessi Teitsson, Haukur Guðmundsson, Andri Erlingsson og Marel Baldvinsson. Handkastið tók saman 17 leikmenn sem ekki voru valdir í lokahópinn að þessu sinni en allir léku þeir með sinum liðum í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og verða í stórum hlutverkum í sínu liði á komandi tímabili að undanskildum Elíasi Sindra Pilman sem leikur erlendis. Hafa skal það í huga að einhverjir af þeim leikmönnum hér að neðan gáfu ekki kost á sér í hópnum og/eða eru frá vegna meiðsla. Markmenn: Útileikmenn: (Fleiri leikmenn gerðu líklega tilkall í hópinn en Handkastið ákvað að hafa listann ekkert lengri að þessu sinni)
Hannes Pétur Hauksson - Grótta
Patrekur Þorbergsson - Þór
Elías Sindri Pilman - Odder
Antoine Óskar Pantano - Grótta
Alex Kári Þórhallsson - Grótta
Gísli Örn Alfreðsson - Grótta
Ævar Smári Gunnarsson - Afturelding
Harri Halldórsson - Afturelding
Daníel Bæring Grétarsson - Afturelding
Jason Stefánsson - ÍBV
Magnús Dagur Jónatansson - KA
Baldur Fritz Bjarnason - ÍR
Jökull Blöndal Björnsson - ÍR
Bernard Kristján Darkoh - ÍR
Nathan Asare - ÍR
Max Emil Stenlund - Fram
Egill Jónsson - Haukar
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.