17 leikmenn sem ekki voru í U19 hópnum á HM
Raggi Óla)

Harri Halldórsson (Raggi Óla)

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri lék sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar síðasta sunnudag þegar liðið tapaði gegn heimamönnum í leik um 5.sætið. Ísland endaði því mótið í 6.sæti.

Frábær árangur hjá liðinu sem voru hársbreidd frá því að komast í undanúrslit á mótinu en slæmur seinni hálfleikur gegn Danmörku reyndist liðinu dýr þegar upp var staðið en Ísland var fimm mörkum yfir í hálfleik í 8-liða úrslitunum gegn Dönum.

16 leikmenn voru í leikmannahópi íslenska liðsins á mótinu og Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev gerðu sjö breytingar á hópnum frá EM U18 í fyrra þegar Heimir og Patrekur Jóhannesson þjálfuðu liðið. Þar náði lið einnig frábærum árangri og endaði í 4.sæti á EM.

Þeir sjö leikmenn sem komu inn í hópinn frá síðasta sumri voru: Sigurjón Bragi Atlason, Hrafn Þorbjarnarson, Elís Þór Aðalsteinsson, Bessi Teitsson, Haukur Guðmundsson, Andri Erlingsson og Marel Baldvinsson.

Handkastið tók saman 17 leikmenn sem ekki voru valdir í lokahópinn að þessu sinni en allir léku þeir með sinum liðum í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og verða í stórum hlutverkum í sínu liði á komandi tímabili að undanskildum Elíasi Sindra Pilman sem leikur erlendis.

Hafa skal það í huga að einhverjir af þeim leikmönnum hér að neðan gáfu ekki kost á sér í hópnum og/eða eru frá vegna meiðsla.

Markmenn:
Hannes Pétur Hauksson - Grótta
Patrekur Þorbergsson - Þór
Elías Sindri Pilman - Odder

Útileikmenn:
Antoine Óskar Pantano - Grótta
Alex Kári Þórhallsson - Grótta
Gísli Örn Alfreðsson - Grótta
Ævar Smári Gunnarsson - Afturelding
Harri Halldórsson - Afturelding
Daníel Bæring Grétarsson - Afturelding
Jason Stefánsson - ÍBV
Magnús Dagur Jónatansson - KA
Baldur Fritz Bjarnason - ÍR
Jökull Blöndal Björnsson - ÍR
Bernard Kristján Darkoh - ÍR
Nathan Asare - ÍR
Max Emil Stenlund - Fram
Egill Jónsson - Haukar

(Fleiri leikmenn gerðu líklega tilkall í hópinn en Handkastið ákvað að hafa listann ekkert lengri að þessu sinni)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top