- (FH Handbolti)
Föstudaginn 29. ágúst næstkomandi fer fram kveðjuleikur Arons Pálmarssonar þegar FH og ungverska stórliðið, Veszprém mætast í Kaplakrika. Rúmlega 1600 miðar eru nú þegar seldir á leikinn og í kringum 200 miðar eru eftir. Hægt er að kaupa miða á leikinn hér. Ungverska stórliðið mætti til Íslands seinni partinn í gær en liðið dvelur á Hótel Völlum í Hafnarfirði og æfir í Kaplakrika tvisvar á dag fram á föstudag þegar kveðjuleikurinn fer fram. Liðið fer síðan aftur til Ungverjalands á laugardaginn. Aron Pálmarsson mætti á liðsæfingu Veszprém í Kaplakrika í morgun og fékk hlýjar móttökur frá fyrrum liðsfélögum sínum en Aron lék með Veszprém á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.