Erfitt að hætta – Hefði séð eftir því að taka ekki eitt ár í viðbót
(Kristinn Steinn Traustason)

Ágúst Birgisson ((Kristinn Steinn Traustason)

Það ríkti mikil gleði í herbúðum FH-inga þegar félagið tilkynnti að línu- og varnarmaðurinn, Ágúst Birgisson hafi skrifað undir eins árs samning við félagið. Ágúst hafði gefið það óformlega út fyrr í sumar að hann væri líklega búinn að leggja skóna á hilluna.

Vika er í fyrsta leik Olís-deildarinnar en FH tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram í 1.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi fimmtudagskvöld. Handkastið heyrði í Ágústi Birgissyni og spurði hann út í þá ákvörðun hans að taka slaginn með FH á komandi tímabili.

,,Það er bara mjög erfitt að hætta. Ég bara vissi að ég myndi sjá eftir því að hafa ekki tekið eitt tímabil í viðbót, líður vel og líkaminn í góðu standi eins og er," sagði Ágúst sem segir það ekki hafa verið svo að hann og FH hafi verið í stöðugu sambandi í sumar.

,,Við tókum góðan fund eftir síðasta tímabil og ég tók stutt spjall við Steina (þjálfara FH) þegar æfingar voru að byrja en FH setti enga pressu á mig ég fékk bara minn tíma."

Ágúst gerir ráð fyrir því að vera í sama hlutverki og síðustu ár hjá FH þrátt fyrir að hafa ekki tekið fullt undirbúningstímabil með liðinu.

,,Sama hvað mitt hlutverk verður þá ætla ég að gefa mig 100% fram í það," sagði Ágúst sem segist vera klár í slaginn þegar Olís-deildin fer af stað í næstu viku.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top