Fram leitar af enn frekari styrkingu fyrir tímabilið
Sævar Jónasson)

Dánjal Ragnarsson (Sævar Jónasson)

Það er stórt tímabil framundan hjá Íslands- og bikarmeisturum Fram sem taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir áramót auk þess að vera handhafar tveggja stærstu titlanna hér á landi.

Það er hinsvegar krefjandi tímar framundan hjá Einari Jónssyni þjálfara liðsins sem hefur séð á eftir þremur leikmönnum liðsins í atvinnumennsku. Um er að ræða þá Reyni Þór Stefánsson sem gekk í raðir Melsungen, Tryggva Garðar Jónsson sem gekk í raðir Alpla Hard í Austurríki og Þorstein Gauta Hjálmarsson sem gekk í raðir Sandefjord.

Fram hefur fengið til sín Færeyinginn, Dánjal Ragnarsson á láni frá Neistanum en Framarar útiloka það ekki að fleiri leikmenn komi til félagsins áður en tímabilið hefst.

Gísli Freyr Valdórsson formaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við Handkastið að félagið væri að leita eftir frekari styrkingu fyrir komandi tímabil.

,,Það fóru þrír leikmenn frá Fram utan í atvinnumennsku í sumar. Við erum með öflugt lið, mikið af ungum leikmönnum sem eru ekki bara efnilegir heldur orðnir góðir leikmenn. En við erum þó samhliða að skoða leikmannamarkaðinn bæði hér heima og erlendis. Það kemur vel til greina að styrkja liðið enn frekar áður en glugginn lokar, enda mikið álag framundan," sagði Gísli Freyr í samtali við Handkastið.

Einar Jónsson þjálfari Fram sagði í samtali við Handkastið að mikil vinna færi í það að finna réttan aðila fyrir liðið en sú vinna væri í fullum gangi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top