Hörður Ísafjörður ((Eyjólfur Garðarsson)
Lið Harðar frá Ísafirði sem leikur í Grill66-deild karla hefur fengið til sín tvo leikmenn frá Lettlandi fyrir komandi tímabil. Hörður er um þessar mundir í Lettlandi þar sem liðið tekur þátt í fjögurra liða æfingamóti annað árið í röð. Fyrst ber að nefna hinn 18 ára, landsliðsmann Lettlands Elgers Kusners en hann er yngri bróðir Endjis Kusners sem hefur leikið með Herði undanfarin ár. Varð Elgar lettneskur meistari síðasta vor með liði Murjani en lið hans vann Dobele í úrslitaleik. Þá hefur liðið einnig samið við markvörðinn, Artus Kugis sem er 33 ára og kemur frá lettneska liðinu Dobele. Hann hefur víða komið við á ferlinum og meðal annars leikið í Þýskalandi, Noregi, Frakklandi, Svíþjóð og Norður-Makedóníu. Lék hann til að mynda tímabilið 2019/2020 með liði HC Vardar í Meistaradeildinni. Í maí á þessu ári lék Elgars Kusners sinn fyrsta landsleik fyrir Lettland er hann lék gegn Serbíu í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Ég er mjög ánægður að fá tækifæri til að ganga til liðs við Hörð. Andrúmsloftið í liðinu er jákvætt. Ég finn heldur ekki fyrir tungumála erfiðleikum hér, því allir tala reiprennandi ensku, sem gerir manni kleift að finna sig fljótt sem hluta af liðinu og skilja hvorn annan bæði innan vallar sem utan," sagði Kusners í viðtali í Lettlandi. „Æfingarnar eru krefjandi, skipulagðar og vandaðar. Hver æfing er vel skipulögð og einblínir á líkamlegan, tæknilegan og taktíska þróun leikmannana. Það er þetta ferli sem veitir mér mesta gleði, því ég sé að ég get bætt mig á hverjum degi. Mér líður vel og vona að þetta umhverfi muni veita mér góðan grunn fyrir framtíð mína." ,,Á þessu tímabili vil ég ná eins miklu og mögulegt er, bæði sem einstaklingur og með liðinu. Aðalatriðið er að leggja traustan grunn að leiknum, hjálpa liðinu að vinna og á sama tíma halda áfram að vaxa sem leikmaður. Ég er sannfærður um að með aga, liðsanda og mikilli vinnu getum við náð því sem við ætlum okkur,“ bætir Elgars Kušners við. Hinn reynslu mikli markvörður, Arturs Kugis sneri heim til Lettlands fyrir síðasta tímabil. Honum líkaði það ekki og vildi fara aftur og spila erlendis. „Ég tók ákvörðun um að fara til Íslands vegna þess að ég og fjölskylda mín gerðum okkur grein fyrir því að breytinga var þörf. Ef ég hefði verið áfram í Lettlandi, hefði handboltaferill minn örugglega verið á enda. Við höfum verið á Íslandi í þrjár vikur núna og erum ánægð með móttökurnar og aðstæðurnar. Elsti sonur minn er þegar byrjaður í skóla. Ég er líka þegar búinn að aðlagast liðinu, þetta er ekki fyrsta reynsla mín erlendis. Það er gott að Endjis hefur spilað hér í nokkur ár og hann hafði margt að segja okkur áður en við komum," sagði Kugis. Eins og fyrr segir er Hörður í Lettlandi um þessar mundir og tekur þátt í fjögurra liða móti. Þar mætir liðið Dobele frá Lettlandi, Polva Serviti frá Eistlandi og Pieno Zvaigzdes frá Litháen.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.