Aron og Xavier Pascual Fuertes verða í beinni á morgun (FH Handbolti)
Samkvæmt heimildum Handkastsins verður kveðjuleikur Arons Pálmarssonar sýndur í beinni útsendingu á aðalrás Símans á morgun. Mikið verður um dýrðir í Kaplakrika þegar ungverska stórveldið Veszprem leikur gegn FH annað kvöld klukkan 18:30. Bjarki Már Elísson er mættur ásamt liðsfélögum sínum til þess að taka þátt í kveðjuleik til heiðurs Arons Pálmarssonar. Það er því mikið gleðiefni að tilkynna þeim sem komast ekki í Kaplakrika að kveðja Aron að þeir geta fylgst með leiknum í beinni útsendingu á aðalrás Símans í opinni dagskrá. Það liggur ekki fyrir hvenær útsending hefst en eins og áður segir byrjar leikurinn klukkan 18:30. Samkvæmt heimildum Handkastsins er von á fréttatilkynningu frá Símanum þess efnis síðar í dag.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.