Við erum okkar stærsta áskorun
Sævar Jónasson)

Hrannar Guðmundsson (Sævar Jónasson)

Það styttist og styttist í komandi tímabil í Olís-deildum karla og kvenna en Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3. september á meðan Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6. september.

Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki.

Nú er komið að því að sjá hvað þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla Hrannar Guðmundsson hafði segja.

Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið?

Já bara nokkuð sáttur. Við höfum æft vel og þetta hefur verið svona öðruvísi þar sem við erum að fara í Evrópukeppnina núna um mánaðarmótin. Við höfum verið nokkuð heppnir með meiðsli og svona. Auðvitað hafa verið ,,ups and downs" eins og gengur og gerist.

Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?

Bara flott. Við höfum bætt í stöðurnar sem okkur hefur vantað og svo höfuð við einnig tekið yngri leikmenn upp og gefið þeim tækifæri sem hafa staðið sig mjög vel.

Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?

Okkar stærsta áskorun verður svolítið við sjálfir. Það býr mikið í okkur og við þurfum við að sýna það hvað býr í okkur.  Við höfum soldið sýnt það í gegnum árin að ráin okkar er bæði mjög há og svo á móti einnig mjög lág. Þurfum að fá meiri jafnvægi í þetta hjá okkur og þá getum við náð mjög langt.

Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?

Væntingar okkar eru að gera betur en í fyrra og tel ég okkur geta barist um topp 5 í vetur.

Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju?

Daníel Þór Ingason - Besti leikmaður deildarinnar.

Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?

Valur

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top