Chiseliov mun nýtast Þórsliðinu vel
Þór handbolti)

Igor Chiseliov (Þór handbolti)

Daniel Birkelund þjálfari var að vonum glaður með að hafa krækt í vinstri skyttuna Igor Chiseliov þegar Handkastið heyrði í honum. Þórsarar tilkynntu komu Chiseliov í vikunni en Chiseliov er 33 ára leikmaður frá Móldavíu sem lék síðast í Norður-Makedóníu.

Þar áður hafði hann leikið í Indlandi, Finnlandi, Tyrklandi svo einhver lönd séu nefnd.

„Við erum mjög ánægð með að fá Igor til liðs við okkur. Hann er fjölhæfur og áræðinn leikmaður sem mun nýtast okkur vel, bæði varnar og sóknarlega. Hann eykur líka breiddina í hópnum sem er mjög miklvægt fyrir okkur," sagði Daniel Birkelund þjálfari Þórs.

Þegar Daniel var spurður út í hvort hann ætti von á fleiri leikmönnum reiknaði hann með að hópurinn væri klár „Ég trúi því að hópurinn sé klár í þetta verkefni, ég er mjög ánægður með liðið sem ég er með og ég hef mjög gaman af því að vinna með þeim. Hafandi sagt það þá er samsetning leikmannahóps aldrei lokið og maður er alltaf með augun opin ef tækifæri gefst að semja við nýjan leikmann en eins og ég sagði þá tel ég það ekki vera nauðsynlegt fyrir veturinn sem framundan er.“

Þórsarar sem eru nýliðar í Olís-deildinni og taka á móti ÍR í 1.umferð deildarinnar næstu helgi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top