Uppselt á kveðjuleiks Arons í kvöld
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Aron Pálmarsson ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Uppselt er á kveðjuleik Arons Pálmarssonar sem fram fer í kvöld í Kaplakrika. Þetta tilkynnti FH á samfelagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

Mikið verður um dýrðir í Kaplakrika þegar ungverska stórveldið Veszprem leikur gegn FH í kvöld klukkan 18:30. Bjarki Már Elísson er mættur ásamt liðsfélögum sínum til þess að taka þátt í kveðjuleik til heiðurs Arons Pálmarssonar sem endaði ferill sinn með ungverska liðinu á síðustu leiktíð.

Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Fyrir leik stíga á stokk hafnfirskir tónlistarmenn og verður öllu til tjaldað í umgjörð leiksins. Þó það nú væri enda Aron Pálmarsson tvímælalaust einn af okkar allra bestu handboltamönnum frá upphafi.

Aron lagði handboltaskóna á hilluna undir lok síðasta tímabils og lauk því ferlinum með ungverska liðinu en Aron lék með stærstu félögum Evrópu á sínum ferli.

Aron fór í atvinnumennsku aðeins 19 ára gamall er hann gekk til liðs við Kiel í Þýskalandi. Þar varð hann Þýskalandsmeistari fimm sinnum, bikarmeistari tvívegis og vann Meistaradeildina tvisvar með liðinu.

Hann lék síðar með Barcelona á árunum 2017-2021 þar sem hann var í stóru hlutverki meðan liðið vann allt sem hægt var að vinna í heimalandinu. 

Þá lék Aron einnig með Álaborg í Danmörku og varð með liðinu danskur bikarmeistari. Aron snéri heim úr atvinnumennsku 2023 og vann Íslandsmeistaratitilinn með sínu uppeldisfélagi en snéri svo aftur í herbúðir Veszprém í Ungverjalandi fyrir áramót og vann ungverska meistaratitilinn með liðinu áður en skórnir fóru á hilluna.

Aron á að baki glæstan landsliðsferil, hann lék 182 leiki fyrir Ísland og skorað í þeim leikjum 695 mörk.

Aron vann bronsverðlaun með ís­lenska landsliðinu á EM 2010 og þá var hann kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi 2012.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top