Þorsteinn Gauti Hjálmarsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Fyrsta umferðin í norsku úrvalsdeildinni hófst í kvöld með tveimur leikjum og í báðum þeirra komu Íslendingar við sögu. Meistararnir í Kolstad með þá Sigvalda Björn Guðjónsson og Benedikt Gunnar Óskarsson innanborðs mættu Bergen á útivelli og unnu góðan sigur, 26-29. Benedikt Gunnar skoraði 4 mörk og Sigvaldi skoraði 2 mörk. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sandefjord þegar liðið mætti Drammen á útivelli í kvöld, Þorsteinn Gauti skoraði 1 mark og fékk eina brottvísun að auki en liðið átti í stöðugum vandræðum og töpuðu að lokum stórt, 33-24.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.