Tandri meiddist illa í gær (Sævar Jónasson
Tandri Már Konráðsson reynslu mesti leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar meiddist illa á hægri fæti í upphafi leiks Stjörnunnar og Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Leikurinn fór fram ytra en leiknum lauk með jafntefli 26-26 en liðin mætast í seinni leik forkeppninnar næstkomandi laugardag í Garðabænum. Miðað við fyrstu skoðun má gera ráð fyrir því að Tandri Már hafi slitið hásin en það á þó enn eftir að staðfesta það en Tandri Már fer í skoðun hjá íslenskum læknum strax í fyrramálið en lið Stjörnunnar er nú statt í Ungverjalandi þar sem liðið er að ferðast heim til Íslands. Tandri Már fór haltrandi af velli eftir rúmlega fimm mínútna leik og kom ekkert við sögu aftur í leiknum. Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar staðfesti í samtali við Handkastið að um alvarleg meiðsli væri um að ræða en vildi ekki staðfesta hversu alvarleg meiðslin væru fyrr en Tandri fengi staðfestingu á því hjá íslenskum læknum á morgun. Ljóst er að Tandri Már leikur ekki með Stjörnunni á næstunni en liðið mætir Val í 1.umferð Olís-deildarinnar á miðvikudagskvöld.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.