Vonandi verður Valur deildarmeistari
Baldur Þorgilsson)

Ágúst Þór Jóhannsson - Valur Páll Eiríksson (Baldur Þorgilsson)

Það styttist og styttist í komandi tímabil í Olís-deildum karla og kvenna en Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3. september á meðan Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6. september.

Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki.

Nú er komið að því að sjá hvað þjálfari Vals í Olís-deild karla Ágúst Jóhannsson hafði segja.

Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið?

Undirbúniningstímabilið hefur gengið fínt. Við fengum endanlegan hóp saman kominn fyrst 21.ágúst þar sem við vorum með fjóra leikmenn í U19 ára landsliðinu. Við höfum því ekki haft mikinn tíma með allan hópinn saman en æfingar hafa gengið fínt og andinn góður. Við fórum í æfingaferð til Tenerife 21.-28.ágúst þar sem við æfðum við frábærar aðstæður.  

Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar? 

Við höfum fengið einn leikmann, Dag Árna frá KA sem hefur verið að koma flottur inn í hópinn. Frábær leikmaður og karakter og verður gaman að sjá hann í vetur. Svo misstum við þrjá leikmenn, sterka pósta, Monsa sem var markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Ísak Gústafsson og svo Alexander Petterson. Allt saman góðir leikmenn sem við söknum en um leið eru þeir á leið í spennandi verkefni. Monsi og Ísak í atvinnumennsku og Petterson í þjálfarateymi Letta.

Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?

Þegar maður er að taka við nýju liði er oft helsta áskorunin að koma sínum áherslum til skila sem fyrst í hópinn. Það getur stundum tekið tíma og verið krefjandi.

Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?

Við stefnum á að vera berjast um alla titla á tímabilinu en um leið meðvitaðir að það eru mörg mjög sterk lið í deildinni sem ætla sér stóra hluti. 

Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju? 

Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn minn en ef ég á að nefna einn þá væri ég alveg til í að hafa Róbert Sigurðarson leikmann ÍBV í okkar liði. Frábær varnarmaður.

Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?

Vonandi Valur

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top