Aron Pálmarsson er algjör geit
J.Long)

Aron Pálmarsson (J.Long)

Í nýjasta þætti Handkastsins ræddu þeir Styrmir Sigurðsson og Benedikt Grétarsson kveðjuleik Arons Pálmarssonar sem fram fór í Kaplakrika á föstudagskvöldið.

Benedikt Grétarsson var meðal 2800 áhorfenda sem kvöddu Aron Pálmarsson.

,,Þetta var hrikalega vel gert hjá FH. Ég hitti góða FH-inga á Keili um helgina og ég var sammála því sem ég heyrði þá segja. Að ef FH og Valur væru ekki að gera þetta svona vel þá væri handboltinn í pínu basli. Þeir leiða ljósið hvernig á að gera þetta, varðandi umgjörð, stemningu og fagmennsku. Þó svo að öll liðin séu að reyna gera sitt besta þá er þetta skrefi hærra," sagði Benedikt varðandi umgjörðina hjá FH-ingum á leiknum sem var í heimsklassa.

,,Aron Pálmarsson, guð minn góður. Hvað getur maður sagt um manninn?"

,,Eftir 30-40 ár þá verður ennþá verið að tala um Aron Pálmarsson. Alveg eins og við erum að tala um Geira Hall. og við verðum að tala um Óla Stef næstu 30 ár. Aron Pálmarsson er þarna."

Benni segir að það sé erfitt að gera upp á milli Ólafs Stefánssonar eða Arons Pálmarssonar.

,,Það fer eftir því hvað þú ert gamall. Eldri týpurnar eru kannski meira Óla megin en ég held að fólk sem er yngri sé meira Arons megin."

,,Aron Pálmarsson er algjör geit eins og ungu krakkarnir segja og frábærlega vel af þessu staðið og tilfinningaþrungin stund í Krikanum," sagði Benedikt að lokum.

Styrmir Sigurðsson tók undir orð Benedikts og talaði um hversu vel er haldið utan um hlutina hjá FH og hversu vel gert það er að hafa fyllt Kaplakrika og alla þá umgjörð sem var í kringum leikinn.

Eins hrósaði Styrmir útsendingunni hjá Sjónvarpi Símans sem var fyrsta flokks.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top