Adam Thorstensen -4209-4a7840 (Sævar Jónsson
Undanfarin ár hefur verið stöðugur straumur leikmanna sem halda út í atvinnumennsku eftir ár hvert. Á því verður vafalítið engin breyting á í vor. Olís-deild karla hefst á miðvikudaginn með opnunarleik Stjörnunnar og Vals í Heklu-höllinni. Umferðin heldur síðan áfram á fimmtudag, föstudag og laugardag. Handkastið tók saman lista yfir þá leikmenn sem það telur vera á útleið úr Olísdeildinni. Baldur Fritz Bjarnason – ÍR Dagur Árni Heimisson – Valur Adam Thorstensen – Stjarnan Birkir Snær Steinsson – Haukar Garðar Ingi Sindrason – FH
Var markahæsti leikmaður deildinnar á sínu fyrsta tímabili með nýliðum ÍR. Mikið efni sem skotir ekki sjálfstraust í leik sínum. Hefur fullt traust frá föður sínum á hliðarlínunni og mun án efa halda áfram að bæta leik sinn í vetur. Fór til æfinga hjá Magdeburg í sumar og stóð sig gífurlega vel þar samkvæmt heimildum Handkastsins.
Það virtist allt stefna í það að Dagur færi í atvinnumennsku síðasta vor þegar hann var orðaður reglulega við Ribe Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni. Dagur valdi þó frekar að vera áfram heima og semja við topplið Vals í Olísdeildinni. Handkastið var gífurlega ánægt með þá ákvörðun.
Hefur verið einn efnilegasti markvörður landsins undanfarin ár. Adam æfði með Gummersbach síðasta sumar og gerði það vel. Hann hefur allt sem góður markmaður þarf að hafa en vantar herslumuninn og setja smá meiri metnað og honum verða allir vegir færir.
Bráðefnileg hægri skytta úr Hafnarfirðinum sem fékk mikið traust í liði Hauka síðasta vetur. Mun vafalítið vera í stærra hlutverki í vetur eftir brotthvarf Geirs Guðmundssonar og verður spennandi að sjá framfarir hjá honum undir stjórn Gunnars Magnússonar.
Garðar Ingi skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta tímabili hjá FH eftir að Aron Pálmarsson gekk í raðir Vezsprem. Hefur verið mjög vaxandi í leik sínum og það sást í Evrópudeildinni í fyrra að hann á fullt erindi í stekari deild erlendis.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.