Höddi Magg stýrir Handboltahöllinni – Fyrsti þáttur í kvöld
J.L. Long)

Aron Pálmarsson - Hörður Magnússon (J.L. Long)

Á kynningarfundi Olís- og Grill 66-deildanna sem fram fór um helgina var það tilkynnt að Hörður Magnússon verður umsjónarmaður Handboltahallarinnar.

Handboltahöllin verður vikulegur sjónvarpsþáttur sem sýndur verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans öll mánudagskvöld í vetur og verður einnig aðgengilegur í Handboltapassanum.

Íþróttafréttamaðurinn, Hörður Magnússon verður umsjónarmaður þáttarins en á fundinum var meðal annars tilkynng að Ásbjörn Friðriksson, Einar Ingi Hrafnsson, Rakel Dögg Bragadóttir og Vignir Stefánsson verði meðal sérfræðinga í þættinum.

Fyrsti þáttur vetrarins er í kvöld og verður sýndur klukkan 20:10 gestir Harðar í fyrsta þættinum verða þeir Einar Ingi Hrafnsson og Vignir Stefánsson.

Hörður Magnússon lýsti leik FH og Veszprém í Sjónvarpi Símans síðasta föstudagskvöld og tók síðan viðtal við Aron Pálmarsson að leik loknum.

Olís-deild karla fer af stað á miðvikudagskvöldið þegar Stjarnan og Valur mætast í opnunarleik tímabilsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top