Lárus Helgi Ólafsson (Fram handbolti)
Eins og áður hefur verið greint frá eru HK í miklum markmannsvandræðum fyrir tímabilið í Olís-deild karla sem hefst í vikunni. Tveir af þremur markmönnum liðsins eru að glíma við langvarandi meiðsli og verða frá keppni næstu vikurnar. Bæði Brynjar Vignir Sigurjónsson og Jovan Kukobat missi af upphafi tímabilsins með HK. Samkvæmt heimildum Handkastsins mun Lárus Helgi Ólafsson æfa með HK-liðinu í vikunni en Lárus Helgi og Halldór Jóhann Sigfússon þekkjast vel. Lárus lék undir stjórn Halldórs hjá Fram tímabilið 2019/2020 þar sem Lárus var valinn besti leikmaður Fram liðsins það tímabil. Lárus Helgi lagði skóna á hilluna fyrir síðasta tímabil en gæti nú mögulega tekið skóna fram til að hjálpa sínu fyrrum félagi og fyrrum þjálfara. Lárus lék með HK tímabilið 2014/2015 og var þá valinn besti leikmaður HK en hann gekk svo í raðir Gróttu. Frá árunum 2018-2024 lék Lárus með Fram í Olís-deildinni. Ekki náðist í Lárus Helga við vinnslu fréttarinnar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.