Daniel Wale Adeleye í Hauka
(Hörður Ísafjörður)

Daníel Wale ((Hörður Ísafjörður)

Ísfirðingurinn fótfrái, Daniel Wale Adeleye, hefur gert félagaskipti í Hauka frá Herði. Mun hann spila með Haukum 2 í vetur í Grill-66 deildinni.

Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

,,Einar Jónsson þjálfari Hauka 2 hringdi í mig og sagði að hann vildi fá mig. Ég mætti á nokkrar æfingar og leist mjög vel á þetta. Þannig að ég verð með þeim í vetur," sagði Daniel í samtali við Handkastið.

Daniel fór á æfingar með Fjölni og til stóð að hann myndi ganga í raðir þeirra en af því verður ekki og mun hann eins og áður segir leika með Haukum 2 í Grillinu í vetur.

Grill66-deildin hefst næstu helgi en fyrsti leikur Hauka 2 verður gegn Hvíta riddaranum næstkomandi laugardag klukkan 16:00 á Ásvöllum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top