FH (J.L.Long)
FH hefur selt heimaleikinn sinn í 2.umferð Evrópubikarsins og því er ljóst að liðið leikur báða leiki sína gegn tyrneska liðinu Nilufer í Tyrklandi. Liðin mætast í 2.umferð keppninnar eða 64-liða úrslit og fara leikirnir fram dagana 18. og 19. október. Samkvæmt heimasíðu EHF verður flautað til leiks klukkan 17:00 á tyrkneskum tíma báða dagana. Samkvæmt handbolta.is liggur ferðaplan FH fyrir og hefur handbolti.is greint frá því að Fimleikafélagið fljúgi til Istanbúl með beinu áætlunarflugi Icelandair fimmtudaginn 16. október og heim aftur mánudaginn 20. október. Ekki kemur þó fram hvenær flugin eru og hvort leikmenn eða starfsmenn FH verði í Saga Class. Fara þessir leikir fram eftir 7.umferðina í Olís-deild karla en Haukar bíða síðan eftir FH-ingum í 8.umferðinni eftir ferðalag þeirra til Tyrklands. FH er eina íslenska karla liðið sem tekur þátt í Evrópubikarnum í ár.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.