Grótta er í pottinum á morgun. (Eyjólfur Garðarsson)
Dregið verður í 32 liða úrslit Powerade bikarkeppni karla í hádeginu á morgun í höfuðstöðvum HSÍ. Drátturinn verður í beinu streymi á youtube rás HSÍ og hefst hann kl 14:30. Alls eru 18 lið skráð í Powerade bikarkeppni HSÍ en ÍBV 2 er eina liðið sem er skráð í bikarkeppnina sem ekki leikur í deildarkeppni HSÍ. Athygli vekur að hvorki Vængir Júpíters, Hvíti Riddarinn né ÍH eru skráð til leiks í bikarkeppnina að þessu sinni. Þau lið sem eru skráð í Powerade-bikarkeppnina tímabilið 2025/2026: Aftuelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hörður, ÍBV, ÍBV 2, ÍR, KA, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víðir, Víkingur, Þór. Í pottinum fyrir 32 liða úrslit eru aðeins þau lið sem spila ekki í Olís deild karla. Fjölnir, Grótta, Hörður, ÍBV 2, Víðir og Víkingur. Dregið verður í tvær viðureignir og þau tvö lið sem eftir eru í pottinum sitja hjá í 32 liða úrslit. Leikdagar fyrir 32 liða úrslit karla eru 15 og 16 september.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.