Kári Tómas semur við þýskt lið
Hameln)

Kári Tómas semur við Hameln (Hameln)

Kári Tómas Hauksson hægri skytta HK undanfarin ár hefur samið við þýska neðri deildarliðið, Vfl Hameln en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Handkastið greindi frá því fyrr í sumar að Kári Tómas myndi flytja til Þýskalands en kærasta hans, Elín Rósa Magnúsdóttir gekk í sumar í raðir Blomberg-Lippe í þýsku úrvalsdeildinni eftir frábæran tíma hjá Val.

Nú hefur Kári Tómas loks fundið sér félag og mun leika með því í vetur.

Hameln segir í tilkynningunni að Kári sé frábær viðbót við liðið. ,,Velkominn Kári, við erum himinlifandi að hafa þig með okkur," segir enn fremur í tilkynningunni.

Hameln leikur í Regionalliga deildinni þar sem fjórtán félög taka þátt. Fyrsti leikur liðsins er á laugardaginn þegar félagið heimsækir MTV Großenheidorn.

Fyrrum liðsfélagar Kára í HK eru mjög ánægðir með þessi vistaskipti Kára og skrifar línumaðurinn Sigurður Jeffersson til að mynda: ,,Very special player! Good signing!" undir myndina á Instagram síðu félagsins.

Þá skrifar Haukur Ingi Hauksson leikstjórnandi HK einnig undir færsluna en hann nýtur þýsku kunnáttu sína: ,,Der Wunderjunge!"

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top