Hrannar Guðmundsson (Kristinn Steinn Traustason)
Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunar sagði í samtali við Handkastið eftir fimm marka tap liðsins gegn Val í 1.umferð Olís-deildar karla í kvöld að það hafi vantað bæði upp á betri vörn og sókn hjá sínu liði. Valsmenn sem spáð er deildarmeistaratitlinum unnu fimm marka sigur í Garðabænum í kvöld 32-27 en liðið komst mest tíu mörkum yfir í seinni hálfleik. ,,Það vantaði auka 10-20% í allt hjá okkur. Við erum að spila gegn frábæru liði og töpuðu mögulega gegn betra liði í dag," sagði Hrannar. ,,Þeir skoruðu full auðveld mörk á tímabili á meðan vorum við að rembast með mörkin okkar. Þeir voru alltaf einu skrefi á undan okkur og við vorum alltaf að elta," sagði Hrannar Guðmundsson í samtali við Handkastið. Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.