Ágúst Þór Jóhannsson ((Baldur Þorgilsson)
Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals var ánægður með fimm marka sigur liðsins á Stjörnunni á útivelli í kvöld í 1.umferð Olís-deildar karla. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og komust fljótlega í gott forskot. Stjarnan kom til baka um stund með því að fara í 7 á 6. ,,Ég er ánægður fyrst og fremst með að fá tvö stig. Þetta var köflótt, við byrjuðum mjög vel og vorum góðir fyrstu 15 mínúturnar en síðan gáfum við smá eftir. Síðan fóru þeir í 7 á 6 og þeir voru að opna okkur full auðveldlega," sagði Ágúst Þór í samtali við Handkastið. Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.