Íslands- og bikarmeistararnir mæta deildarmeisturunum
Sævar Jónasson)

Rúnar Kárason (Sævar Jónasson)

Tveir leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld þegar 1.umferðin heldur áfram. Það er hægt að segja að mótanefnd HSÍ hafi heldur betur raðað niður stórleikjunum í 1.umferðinni því báðir leikir dagsins eru ansi athyglisverðir.

Í Kaplakrika í kvöld klukkan 19:00 taka deildarmeistarar FH á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram.

Hálftíma síðar í sama bæjarfélagi taka Haukar á móti Aftureldingu. Það sem gerir þann leik athyglisverðan er að þarna er Gunnar Magnússon að stýra Haukum í fyrsta sinn á nýjan leik eftir að hafa stýrt liði Aftureldingar síðustu ár.

1.umferðin heldur síðan áfram annað kvöld með tveimur leikjum og lýkur síðan á laugardaginn klukkan 16:00 þegar Selfoss og KA mætast.

Nú er komið að því að næla sér í handboltapassan fyrir komandi átök vetrarins.

Hvort sem það sér fyrir Olísdeildina, bikarkeppnir eða yngriflokka þá er allur handbolti á Íslandi á einum stað. Í handboltspassanum.

Fyrir aðeins 1.990kr á mánuði fyrir ótakmarkaðan handbolta.

Við erum HJARTAÐ í boltanum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top