Þráinn Orri Jónsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil dramatík undir lokin á Ásvöllum í gær. Haukar höfðu tækifæri til þess að jafna leikinn en dómarar leiksins dæmdu réttilega að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar Þráinn Orri kemur boltanum í netið. Haukar voru brjálaðir í leikslok og heimtuðu að dómarar leiksins færu í VAR til að skera úr um það. Handkastið nýtti sitt eigið VAR og rýndi í atvikið og þá kemur í ljós að leiktíminn var ekki liðinn þegar Árni Bragi Eyjólfsson brýtur á Þránni Orra innan teigs. Hefðu dómarar leiksins átt að dæma víti? Dæmi hver fyrir sig.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.