Katrín Tinna Jensdóttir (Sævar Jónasson
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og byrjuðu tímabilið á 27-30 sigri á Haukakonum á Ásvöllum í dag. Staðan í hálfleik var 14-14 en ÍR tók frumkvæðið fljótlega í síðari hálfleik og var komið með 3 marka forystu 16-19 eftir um 7 mínútna leik. Markverðir Hauka fundu sig alls ekki í dag, vörðu aðeins 5 skot eða 14 % skota sem þær fengu á sig í dag og munaði mun minna í jafn jöfnum leik og þessum. Sara Djögg Hjaltadóttir fór gjörsamlega á kostum í liði ÍR í dag og skoraði 12 mörk. Markaskorun Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 10 mörk, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 7, Embla Steindórsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnardóttir 1, Sara Odden 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1. Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 4 varin (14.8%), Elísa Helga Sigurðardóttir 1 varið (12,5%). Markaskorun ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 12 mörk, Vaka Líf Kristinsdóttir 6, Anna María Aðalsteinsdóttir 6, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1. Varin skot: Sig Hallgrímsdóttir 8 varin (22.9%)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.