Einar Þorsteinn ((Kristinn Steinn Traustason)
3.umferð þýsku bundesligunnar var á fleygiferð í dag þegar að 4 leikir voru á dagskrá. Leipzig tóku á móti Wetzlar í fyrsta leik dagsins, og endaði það með því að Wetzlar unnu leikinn með eins marks mun 24-25 eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik 24-25. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Franz Semper í liði Leipzig sem skoraði 10 mörk. Lemgo buðu Guðjóni Val og lærisveinum hans í heimsókn til Lemgo borgar. Í hálfleik var staðan 14-11 Lemgo í vil. Lemgo voru töluvert sterkarari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir voru á tímapunkti komnir með 7 marka forystu. Leikurinn endaði með 6 marka sigri Lemgo 31-25. Elliði Snær skoraði 2 mörk úr 2 skotum á meðan Teitur Örn skoraði 1 mark. Atkvæðamesti maður vallarins var Tim Suton í liði Lemgo með 7 mörk og lagði upp 2 mörk. Eisenach tóku á móti Arnari Frey og félögum í Melsungen í heimsókn. Eisenach leidd með 3 mörkum í hálfleik 15-12. Melsungen byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust yfir þegar um 15 mínútur voru eftir. Lokatölur voru 27-29 sigur Melsungen. Arnar Freyr skoraði 2 mörk úr 2 skotum. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Florian Drosten í liði Melsungen með 8 mörk úr átta skotum. Í lokaleik dagsins bauð Einar Þorsteinn og liðsfélagar hans Hauki Þrastars og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen til Hamburgar. Í hálfleik leiddu Hamburg með eins marks mun 16-15. Í þeim seinni héldu Hamburg góðri spilamennsku frá þeim fyrri og unnu loks 3 marka sigur 33-30. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Hamburg á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk úr 3 skotum og lagði upp 7 mörk. Atkvæðamesti maður vallarins var David More úr liði Rhein-Neckar Löwen með 9 mörk. Á morgun tekur Minden á móti Flensburg í lokaleik umferðarinnar. Úrslit dagsins: Leipzig-Wetzlar 24-25 Lemgo-Gummersbach 31-25 Eisenach-Melsungen 27-29 Hamburg-Rhein-Neckar Löwen
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.