Glórulaus nálgun hjá Haukum – Covid er búið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þráinn Orri Jónsson (Kristinn Steinn Traustason)

Í nýjasta þætti Handkastsins var umræða um ákvörðun Hauka ár eftir ár að vera með opið í báðar stúkurnar á heimaleikjum sínum. Í 1.umferð Olís-deildarinnar á fimmtudagskvöld tóku Haukar á móti Aftureldingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Ágætis mæting var á leikinn og þá sérstaklega hjá gestunum úr Mosfellsbænum. Áhorfendur þeirra voru hinsvegar hvergi sýnilegir í útsendingu Sjónvarps Símans þar sem Haukar opna báðar stúkurnar á sínum heimaleikjum þrátt fyrir að nóg pláss sé í stúkunni á móti sjónvarpsvélunum.

,,Haukarnir verða að fara beina öllum áhorfendum yfir í eina stúku. Þetta er risastórt hús sem rúmar nær 2000 manns,” sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins og hélt áfram.

,,Körfuboltinn er alltaf að tala um einhver troðfull hús í 100 manna húsum svo erum við með 3000 manna hús og við erum með báðar stúkur opnar. Þetta lítur ekkert eðlilega illa út. Það heyrðist meira í Mosfellingum í sjónvarpinu en maður sá þá samt hvergi í sjónvarpinu."

Stymmi klippari bætti við að FH-ingar lesi heldur betur salinn á heimaleikjum sínum en FH tók á móti Fram á sama tíma.

,,FH gerðu þetta þokkalega og drógu ekki einu sinni út allar stúkurnar heldur þéttu þeir áhorfendunum saman inn á miðjuna," sagði Stymmi.

,,Þetta er svo glórulaus nálgun hjá Haukunum. Ég skil að þeir voru að gera þetta í kringum 2004/2005 þegar það voru 5-600 fleiri manns á leikjunum en fyrir hvern er þetta? Covid er búið," sagði Arnar Daði að lokum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 21
Scroll to Top