ÍR verið kúkurinn sem vill ekki sturtast niður
Sævar Jónasson

Katrín Tinna Jensdóttir (Sævar Jónasson

Óvæntustu úrslitin í 1.umferð Olís-deildar kvenna um síðustu helgi var sigur ÍR á Haukum á Ásvöllum. Rætt var um sigur ÍR í nýjasta þætti Handkastsins sem kom út í byrjun vikunnar.

Haukum var spáð góðu gengi fyrir tímabilið eftir að hafa unnið bikarmeistaratitilinn í fyrra og farið alla leið í úrslitaeinvígið gegn Val. Þær byrja hinsvegar tímabilið á tapi á ÍR á heimavelli þar sem lítið gekk upp hjá liðinu.

,,Haukar hafa tjaldað miklu til í sumar, vissulega hafa ástarmál leikmanna verið að þvælast fyrir í undirbúningi liðsins og það sást sennilega best í þessum leik," sagði Stymmi klippari í Handkastinu á mánudag.

,,Að öllu grínu slepptu þá hefur ÍR verið kúkurinn sem vill ekki sturtast niður síðustu ár. Þær hafa verið að gefa bestu liðum deildarinnar leiki og þær ætla að halda áfram með nýjum þjálfara í brúnni."

,,Haukar fengu enga markvörslu í þessum leik og það gefur auga leið að þú vinnur ekki leik með fimm varða bolta og ÍR sendir strax skilaboð að það þurfi að taka þær alvarlega," sagði Stymmi sem bætti við að þjálfarateymi Hauka sé sennilega brjálað yfir því hvernig tímabilið fór af stað hjá sínu liði.

ÍR fer í Garðabæinn í 2.umferð og mætir þar Stjörnunni klukkan 14:00. Klukkutíma síðar fara Haukastelpur í N1-höllina og mæta þar Val í stórleik 2.umferðarinnar en sá leikur verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top