Gunnar Róbertsson (Sævar Jónasson)
Valur 2 hafði betur gegn Haukum 2 í 2.umferð Grill66-deildarinnar fyrr í dag 29-27 en bæði lið töpuðu sínum leikjum í 1.umferðinni. Haukar 2 voru fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. Gunnar Róbertsson var markahæsti leikmaður Vals 2 með níu mörk og Logi Finnsson skoraði átta. Hjá Haukum 2 var Helgi Marínó Kristófersson lang markahæstur með 11 mörk. Haukar höfðu forystu lengi vel í leiknum og voru meðal annars 24-18 yfir þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Jafnt var í leiknum í stöðunni 26-26 en Valur 2 reyndust sterkari aðilinn á loka mínútum leiksins. 2.umferðin klárast síðar í dag með tveimur leikjum. Leikir dagsins í Grill66-deild karla: 15:30 Selfoss 2 - HBH Úrslitin í 2.umferðinni: Valur 2 - Haukar 2 29-27
16:00 Hörður - ÍH
HK 2 - Grótta 26-33
Víkingur - Fjölnir 32-32
Hvíti Riddarinn - Fram 2 27-28
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.