Dánjal Ragnarsson (Sævar Jónasson)
Færeyingurinn, Dánjal Ragnarsson varð fyrir því óhappi að meiðast í leik Fram og Víking í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í byrjun vikunnar. Það var Handbolti.is sem greindi frá fyrr í vikunni. Fram tekur á móti KA í 6.umferð deildarinnar í kvöld í lokaleik umferðarinnar og má gera fastlega ráð fyrir því að Dánjal verði ekki með í þeim leik. Einar Jónsson þjálfari Fram staðfesti í samtali við Handbolta.is að hafi tognað á nára í leiknum. Mikið álag er framundan á liði Fram þar sem strax á þriðjudaginn í næstu viku mætir liðið Porto frá Portúgal í Úlfarsárdalnum í 1.umferð Evrópudeildarinnar á heimavelli. Fram fékk Þorstein Gauta Hjálmarsson til liðsins í byrjun vikunnar og lék hann sinn fyrsta leik gegn Víking í bikarnum á mánudaginn. Hans fyrsti leikur með Fram á þessu tímabili í Olís-deildinni verður sennilega í kvöld gegn KA. Fram hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda á heimavelli í kvöld. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni af þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.