Haukur og Ýmir skildu jafnir eftir spennandi leik
Tom Weller / AFP)

Ýmir Örn Gíslason (Tom Weller / AFP)

Þrír leikir fóru fram í gær í 7.umferð Þýsku Bundesligunnar, um var að ræða tvo íslendingaslaga.

Nýliðar og lærisveinar Arnórs Þór í Bergischer tóku á móti liði Wetzlar. Staðan í hálfleik var jöfn og stefndi leikurinn í að verða járn í járn, en í þeim seinni hálfleik stungu Bergsicher frá Wetzlar og unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Philipp Ahouansou í liði Wetzlar með 9 mörk og 4 stoðsendingar.

Fyrri íslendingaslagurinn átti sér stað í Sap Arena þegar að Haukur Þrastar og félagar í Löwen buðu Ými Örn og félaga í Göppingen á fyrrum heimavöll Ýmis. Leikurinn var stál í stal í fyrri hálfleik þar sem staðan var 15-15, Leikurinn þróaðist eins í seinni hálfleik og endaði leikurinn í 30-30 jafntefli. Haukur Þrastarson skoraði 5 mörk og gaf 4 stoðsendingar, Ýmir Örn skoraði 1 mark, Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Lukas Sandell í liði Löwen með 7 mörk og 5 stoðsendingar.

Seinni íslendingaslagurinn átti sér stað í Gummersbach þegar að Guðjón Valur og lærisveinar hans buðu liði Erlangan í heimsókn. Gummersbach voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem þeir leiddu með 6 mörkum. Í seinni hálfleik stigu þeir á bensíngjöfina og unnu loks 11 marka sigur. Elliði Snær skoraði 3 mörk, Viggó skoraði sömuleiðis 3 mörk og lagði upp 3 mörk, Andri Rúnars komst ekki á blað, Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Miro Schluroff í liði Gummersbach þar sem hann skoraði 9 mörk.

Einn leikur fer fram í þýsku bundesligunni í dag þegar að Arnar Freyr og félagar í Melsungen taka á móti Blæ Hinriks og félögum í Leipzig.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top