Kevin Møller ((CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)
Tveir leikir voru á dagskrá í dag í þýsku úrsvalsdeildinni og var einn Íslendingur í eldlínunni. Fyrri leikur dagsins fór fram í Lemgo borg þegar Lemgo tók á móti Hauk Þrastar og liðsfélögum í Rhein-Neckar Löwen. Lemgo voru með yfirhöndina allan leikinn og var staðan í hálfleik 13-9. Þeir héldu forystunni og unnu 3 marka sigur 25-22. Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk og lagði upp 4 mörk. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Jannik Kohlbacher með 6 mörk í liði Löwen. Seinni leikur dagsins fór fram þegar að Eisenach bauð toppliði deildarinnar Flensburg í heimsókn. Í fyrri hálfleik var mikið skorað og höfðu Flensburg yfirhöndina með þremur mörkum 20-23. Í seinni hálfleik reyndu Eisenach að gera atlögu á endurkomu en Flensburg endurheimtu alltaf forystuna. Leikurinn endaði með sex marka sigri Flensburg 32-38. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Emil Jakobsen með 11 mörk úr 11 skotum. Flensburg sitja nú á toppi deildarinnar með 16 stig. Einn leikur fer fram á morgun þegar Göppingen bíður Bergischer í heimsókn. Úrslit dagsins:
Lemgo - Rhein Neckar Lowen 25-22
Eisenach - Flensburg 32-38
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.