Bjarni Ófeigur Valdimarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Brot Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, leikmanns KA, í leik gegn Vals í síðustu umferð var til umræðu í nýjasta þætti Handkastsins. Stymmi Klippari ræddi þetta atvik stuttlega í þættinum á föstudaginn og hrósaði þá KA mönnum fyrir að vera fastir fyrir í vörninni en hafði þá ekki séð þetta atvik nægilega vel. Atvikið gerist í fyrri hálfleik þegar Þorgils Jón Svölu Baldursson er í baráttu við Bjarna Ófeig og Einar Birgi Stefánsson. Eftir að þeir hafi náð að stöðva Þorgils og koma honum í gólfið fellur Bjarni Ófeigur yfir Þorgils og virðist ekki reyna að draga neitt úr fallinu. ,,Þetta dett er eitthvað ónáttúrulegast dett sem ég hef séð á ævinni af því hann setur ekki hendururnar fyrir sig heldur fer hann með olnbogann á undan sér niður." sagði Stymmi Klippari og velti því hreinlega fyrir sig hvort þetta hafi ásetningur hjá Bjarna og fannst þetta vera mjög óíþróttamannsleg framkoma af hálfu Bjarna. Þetta kom Stymma þó mikið á óvart því hann man ekki til þess að hafa séð slíkt brot hjá Bjarna áður. ,,Í minningunni hefur hann alltaf verið fastur fyrir en aldrei grófur eða óíþróttamannslegur þannig þetta kemur mér mjög á óvart." Kristinn Björgúlfsson tók undir með Stymma og fannst atvikið lýta verra og verra út því oftar sem hann horfði á þetta ,,Bjarni hefði allan daginn getað sett hendurnar fyrir sig og dottið í armbeygjustöðu." Brotið má sjá hér að neðan og dæmi nú hver fyrir sig.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.