Elliði Snær Viðarsson (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
12.umferðin í þýsku úrvalsdeildinni lauk í kvöld með einum leik er Wetzlar tók á móti Íslendingaliði Gummersbach. Jafnræði var með á liðunum allan fyrri hálfleikinn og staðan var jöfn þegar liðinu gengu til búningsherbergja í hálfleik, 14-14. Elliði Snær Viðarsson hóf leikinn af krafti og skoraði öll þrjú mörk sín í kvöld á fyrstu 15 mínútum leiksins. Teitur Örn Einarsson skoraði eina mark sitt fyrir Gummersbach í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar reyndust sterkari aðilinn í seinni hálfleik og uppskáru að lokum tveggja marka sigur 29-31 eftir að hafa náð mest þriggja marka forystu undir lok leiks. Philip Ahouansou leikmaður Wetzlar var markahæstur allra á vellinum í kvöld með tiu mörk. Hjá Gummersbach var þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster markahæstur með fimm mörk ásamt línumanninum, Kristjan Horzen. Með sigrinum færðist Gummersbach upp í 5.sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Magdeburg. Gummersbach mætir botnliði Leipzig í næstu umferð.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.