Sannfærandi tíu marka sigur Fjölnis í Kórnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Guðmundur Rúnar Guðmundsson - Fjölnir (Eyjólfur Garðarsson)

Fjölnismenn fóru í Kórinn í kvöld í lokaleik 11.umferðar Grill66-deildar karla og mættu þar HK 2 en Fjölnir voru í 8.sæti deildarinnar fyrir leikinn á meðan HK 2 sátu sem fastast á botni deildarinnar með 2 stig.

Eftir jafnan leik í upphafi áttu gestirnir í Fjölni góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik með fimm mörkum 13-18. Þeir voru síðan áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleik og unnu að lokum afar sannfærandi tíu marka sigur, 28-38.

Örn Alexandersson leikmaður HK 2 var markahæstur allra á vellinum í kvöld með tíu mörk. Kristófer Stefánsson liðsfélagi hans kom næstur með átta mörk.

Hjá Fjölni var Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson markahæstur með átta mörk. Þorleifur Rafn Aðalsteinsson kom næstur með sjö mörk. Heiðmar Örn Björgvinsson, Alex Máni Oddnýjarson og Viktor Berg Grétarsson skoruðu fjögur mörk hver.

Bergur Bjartmarsson var með sjö varða bolta í marki Fjölnis og Pétur Þór Óskarsson fjóra bolta. Hjá HK 2 var Patrekur Jónas Tómasson með fjögur varin skot og Egill Breki Pálsson með tvö varin skot.

Með sigrinum fer Fjölnir uppfyrir Hörð og Selfoss 2 upp í 6.sæti deildarinnar með 11 stig.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top