Þorsteinn Leó meiddist á nára – Fór í myndatöku í dag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorsteinn Leó Gunnarsson (Hugo Segato / DPPI via AFP)

Landsliðsmaðurinn, Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto meiddist snemma í leik liðsins í Evrópudeildinni í gær er liðið tapaði gegn toppliðinu í norsku úrvalsdeildinni, Elverum á heimavelli.

Þorsteinn Leó meiddist illa á nára strax á upphafs mínútu leiksins og þurfti að fara af velli. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum en Porto tapaði með tveimur mörkum í leiknum, 29-31 en bæði lið eru í riðli með Fram í Evrópudeildinni. 

Þorsteinn Leó sagði í samtali við Handkastið að óvissa væri um alvarleika meiðslanna en hann fór í myndatöku í dag og vonir standa til að hann fái niðurstöðu úr myndatökunni strax á morgun.

Porto fær Fram í heimsókn í 5.umferð Evrópudeildarinnar í næstu viku en á sunnudaginn fær liðið ABC Braga í heimsókn í portúgölsku úrvalsdeildinni. Afar ólíklegt verður að teljast að Þorsteinn Leó leiki í þeim leikjum.

Það verður hinsvegar að koma í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en bæði Þorsteinn Leó og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands krossleggja sennilega fingur fyrir svefninn í kvöld og vonast til að meiðslin séu ekki alvarleg.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top