Renars Uscins (Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / dpa Picture-Alliance via AFP)
Fram fóru tveir leikir í 13.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem annars vegar Hannover tók á móti Bergischer og Stuttgart mætti Minden. En fyrri leikur dagsins fór fram í Hannover þar sem lærisveinar Arnórs Þórs komu í heimsókn. Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á að taka forystuna. Staðan í hálfleik var 17-15 heimamönnum í vil. En í seinni hálfeik tókust Hannover að halda forystunni og sigraði 34-30. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var August Pedersen vinstri hornamaður Hannover þar sem hann skoraði 9 mörk og gaf 1 stoðsendingu. Seinni leikur dagsins var í Stuttgart þegar lið Minden kom í heimsókn. Stuttgart höfðu yfirburði allan leikinn þar sem þeir sundurspiluðu Minden menn í báðum hálfleikum og fengu fína markvörslu frá Milijan Vujovic sem varði 11 bolta(35.5%). Þeir unnu þeir níu marka mun 35-26 eftir að hafa leitt 22-10 í hálfleik. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Kai Häfner í liði Stuttgart með 8 mörk. Úrslit dagsins: Hannover-Bergischer 34-30 Stuttgart-Minden 35-26

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.