Áfall fyrir Dani – Arnoldsen frá í þrjá mánuði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thomas Arnoldsen (HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)

Dönsku meistararnir í Álaborg sendu frá sér tilkynningu í gær um alvarleika meiðslanna sem Thomas Arnoldsen leikmaður liðsins og danska landsliðsins varð fyrir í sigri liðsins gegn Kielce í 8.umferð Meistaradeildarinnar í vikunni.

Thomas Arnoldsen sem hafði skorað sex mörk og gefið fimm stoðsendingar meiddist illa á 40. mínútu leiksins og þurfti hjálp liðsfélaga sína til að yfirgefa völlinn haltrandi.

Nú hefur komið í ljós að Arnoldsen verður frá keppni í það minnsta 12 vikur og því verður að teljast ólíklegt að hann leiki með landsliði Danmerkur á EM sem fram fer í janúar sem hefst eftir átta vikur. 

Leikmaðurinn braut bein í sköflungi en læknir félagsins segir að Arnoldsen þurfi ekki að gangast undir aðgerð vegna brotsins. 

,,Þetta er ekki sú niðurstaða sem við vonumst eftir en það hefði getað verið verra,” sagði læknir félagsins.

Thomas framlengdi samningi sínum við Álaborg á dögunum en hann hefur farið á kostum á tímabilinu. Er þetta mikið högg fyrir Dani sem leika á EM á heimavelli í janúar en mótið fer einnig fram í Noregi og Svíþjóð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top