Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg og Íslenska landsliðsins hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við SC Magdeburg en liðið greindi frá þessum tíðindum á X síðu félagsins fyrr í kvöld. Samningurinn gildir til ársins 2030. Gísli Þorgeir kom til Magdeburg frá Kiel árið 2020 og hefur síðan orðið að einum besta leikmanni heims í sinni stöðu. Gísli hefur unnið þýsku deildina tvisvar og Meistaradeildina tvisvar á þessum fimm árum sem hann hefur verið hjá félaginu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í bæði skiptin sem Magdeburg vann Meistaradeildina en nú síðast vann liðið Meistaradeildina síðasta vor. .

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.