Elvar Örn (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)
Þrír leikir voru á dagskrá í dag í 13.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar að sex íslendingar voru í eldlínunni. Fyrsti leikur dagsins fór fram í GETEC Arena þegar íslendingalið Magdeburg tók á móti Wetzlar. Magdeburg byrjaði af krafti með góðum sóknarleik sömuleiðis öflugum varnarleik, og voru þeir snemma búnir að byggða upp sterkt forskot. Þeir gengu til búningsherbergja með tólf marka forskot 22-10. Í seinni hálfleik þróaðist leikurinn eins þar sem Magdeburg hafði mikla yfirburði á báðum hlutum vallarins. Lokatölur 33-20. Ómar Ingi skoraði 9 mörk, Elvar Örn skoraði 4 mörk og Gísli Þorgeir skoraði 2 mörk. Annar leikur dagsins fór fram í Schwalbe Arena þegar Lærisveinar Guðjóns Vals í Gummersbach tók á móti Blæ Hinriks og félögum í Leipzig. Gummersbach hafði mikla yfirburði í leiknum og sýndu þeir það frá byrjun að þeir ætluðu að sigra leikinn. Í hálfleik var staðan 19-12 og lokatölur urðu 34-27. Elliði Snær skoraði 2 mörk, Blær Hinriksson 2 mörk og Teitur Örn skoraði 1 mark. Síðasti leikur dagsins fór fram í Wunderino Arena þegar Kiel tók á móti Ými Erni og félgögum í Göppingen. Jafnræði var með liðinum fyrstu tíu mínúturnar þrátt fyrir að Kiel var aðeins stöðugari. Kiel myndaði sér á tímapunkti fjögurra marka forskot sem þeir héldu út leikinn. Í hálfleik var staðan 16-12 og lokatölur urðu 34-30. Ýmir Örn skoraði 1 mark. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Ungverski hornarmaðurinn Bence Imre með 8 mörk. Úrslit dagsins: Magdeburg-Wetzlar 33-20 Gummersbach-Leipzig 34-27 Kiel-Göppingen 34-30

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.