Nenad Sostaric (Jure Makovec / AFP)
Ótrúleg þjálfaravelta króatíska stórliðsins, RK Zagreb hélt áfram í gær þegar Andrija Nikolic var látinn taka poka sinn. Hann tók við liðinu í maí á þessu ári þegar Velimir Petkovic var sagt upp eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Andrija Nikolić var 14. þjálfari RK Zagreb á síðustu ellefu árum. Þetta var í þriðja sinn á ellefu árum sem Nikolić hefur verið sagt upp hjá félaginu sem er ótrúleg tölfræði. Auk þess urðu þetta 17. þjálfaraskiptin á níu árum hjá félaginu. Síðasti leikur RK Zagreb undir stjórn Nikolić var gegn Magdeburg í vikunni er liðið tapaði með átta mörkum 35-43 á heimavelli. Liðið er án stiga eftir átta umferðir í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur hinsvegar mikla yfirburði heima fyrir og er með fullt hús stiga í króatísku úrvalsdeildinni eftir tíu leiki. Við liðinu tekur Nenad Šoštarić en hann þekkir vel til hjá félaginu en þjálfaði liðið 2023-2024. Þá þjálfaði hann króatíska kvennalandsliðið á árunum 1997-1998, 2001-2003 og 2017-2023. Hann hefur víða komið við á löngum þjálfaraferli sínum sem hófst 1989. Hann vann til bronsverðlauna á EM kvenna í Danmörku árið 2020. Hér að neðan má sjá þjálfaralista RK Zagreb frá árinu 2016 en Rasmus Boysen góðvinur Handkastsins birti þennan lista á samfélagsmiðlum sínum. 2014-2016: V. Vujović
2016: A. Nikolić (int)
2016-2017: S. Ivandija
2017: S. Goluža (int)
2017: K. Kamenica
2017-2018: Z. Saračević
2018: L. Červar
2019: B. Tamše
2019-2020: V. Vujović
2020: I. Vori
2020-2021: V. Šola
2021-2022: I. Orbvan
2022: T. Valčić/Špoljarić (int)
2022-2023: S. Goluža
2023-2024: A. Nikolić
2024-2025: V. Petkovic
2025: A. Nikolić
2025-?: N. Šoštarić

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.